23.8.08

Menning, handbolti og ammrískar pönnukökur

Rak Rannsóknarskip með barnaskarann niður í bæ í dag svo ég gæti tekið átak í þrifum á heimilinu. Menningarlegt.

Svo eru næturgestir þannig að það verður talsvert margmennt yfir handboltanum í fyrramálið. Í tilefni þess ætla ég að sörvera ammrískar pönnukökur með beikonum, sírópum og öllu tilheyrandi. Íþróttalegt.

Er alveg að missa mig í húsmóðurlegunum.

Engin ummæli: