18.8.08

Ekki lengur einmana!

Vinafjöldi á Feisbúkk rauk upp í 60 manns á nó tæm og fer hraðfjölgandi! Hef miklar ranghugmyndir um eigin vinsældir! Eða eins og konan skrifaði einu sinni í skýrslu stjórnar metnaðarlausasta leikfélags á Íslandi (grínlaust og orðrétt): 
"Þetta er svo gott fyrir manns eigins egó!"

Er annars einstæð og tveggja barna í dag. Og þau undur og stórmerki gerðust núna uppúr hádegi að börnin sofa bæði í einu! Ég hef nú bara sjaldan vitað annað eins. 
Það er svona lagað sem verður til þess að fólk kemst á klósettið!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mundu bara að allur texti og ljósmyndir sem þú setur inn á Fésbók er eign þeirra sem að baki standa og þeir mega gera við það hvað sem þeim sýnist.

Sigga Lára sagði...

Og verðiðeim að góðu. Hef ekki huxað mér að setja þangað neitt af viti. ;-)