Nema að þegar að hinu fína upplýsingaborði háskólatorx kom reyndist ekki opnað fyrir skráningar fyrr en í næstu viku. Þ.e.a.s. þessari. En þegar þar að kæmi væri hægt að skrá sig í kúrsa á internetinu.
Glaðbeitt gerði ég mér ferð inn á háskóla ugluna mína í gær. Hvar ég komst að því að það væri hægt að skrá sig í kúrsa þar, NEMA, ef maður væri skráður í útskrift á yfirstandandi skólaári. Sem ég er.
Eftir að hafa látið ormana rústa Bandalaxskrifstofunni í síðasta sinn í morgun ráfaði ég alla leið út í háskóla, í annað sinn, í þeim tilgangi að skrá mig í þann hinn sama kúrs. Fékk, á hinu sama upplýsingaborði þær upplýsingar að í tilfelli sem mínu væri best, maklegast og réttvísast, að skrá sig í gegnum tölvupóst.
Er komin heim og börnin eru óvenju... lífleg, skulum við segja, þannig að ég er ekki enn farin að senda þennan póst.
Er líka alvarlega farin að velta fyrir mér hvort alheimurinn er að reyna að segja mér eitthvað...
1 ummæli:
Haha, dæmigert fyrir svona ríkisapparöt eins og Háskólann. Best er að gera allt sem maður mögulega getur í gegn um síma og/eða tölvu þegar við kemur svona stofnunum, svo maður sói ekki of miklum tíma í þær.
Læt þig þá vita síðar hvort ég verði laus í pössun á þri/fim í næstu viku.
Skrifa ummæli