4.9.08

Sjö mánaða!

Friðrik varð sjö mánaða gamall í gær. Í tilefni dagsins gerði hann svo sem ekkert. En Freigátan fór í fyrsta tímann á sundnámskeiðinu sínu. Hún var nú svolítið smeik. En reyndi samt mikið að hughreysta móðurskipið og segja að þetta væri nú allt í lagi. En hún vildi ekki gera allar æfingarnar. Sundkennarinn sagði að það væri allt í lagi, hún myndi ná þessu á nokkrum tímum. Svo sprengdi hún sjálfsagt nokkrar hljóðhimnur með mótmælum þegar átti að fara uppúr. Verð að muna að hafa mútur í farteskinu í næsta tíma.

Svo fengu bæði börnin að koma með í mömmujóga í morgun. Freigátan á undanþágu. Hún var óskaplega dugleg að leika við öll litlu börnin og rétta þeim dót. Það var nú talsvert mikil fyrirferð á henni, og ég vona að ég þurfi ekki að gera þetta aftur en Móðurskipið fékk aðeins að teygja úr sér. Alveg ótrúlegt hvað maður verður krumpaður af barnaburði, þvottum, tiltekt og uppvaski.

Eftir hádegi kom svo Ingamma og passaði Freigátun á meðan Hraðbáturinn fór í fyrsta tímann á sínu sundnámskeiði. Það var sko ekkert smá stuð. Hann brosti út að eyrum allan tímann og sullaði með höndunum og fótunum. Og þótti allar æfingarnar Æði.

Hraðbátur er annars ekki enn farinn að skríða en er orðinn fljótur að ferðast með því að rúlla sér. Hann situr líka mjög stöðugur og er eiginlega alveg hættur að velta um. Og hann er kominn með fimm tennur, neðri framtennur, eftir hliðartennur og eina neðri hliðartönn. Þar með er hann kominn með tvær tennur sem standast á og þeim gnístir hann iðulega með miklum og ískrandi hávaða. Hann er voðalega rólegur og kátur og heldur mikið upp á DVD diska. 
Semsagt, alveg eins og pabbi sinn. 
Samt með augun hennar mömmu sinnar. 
Eins og Harry Potter

Engin ummæli: