20.10.08

Allt Hitt


Kreppulesningar eru komnar í nokkuð fastar skorður. Þessa dagana eru það Baggalútur, Dr. Gunni og Hnakkus sem eru þeir sem ég les núna í aðdraganda byltingarinnar. En ég ætla að fjalla um fjölskylduna og leiklistina í dag.

Nú er Smábáturinn í fríi eftir að hafa rúllað upp samræmdu prófunum fyrir helgi. Hann verður á Norðurlandinu fram á fimmtudag. Rannsóknarskip er einmitt þá að byrja í vetrarfríi og verður því hrikalega feginn. Þessa dagana er nefnilega verið að reyna að venja Hraðbátinn af því að vakna áttatíu sinnum á nóttu til að kúra og drekka. Það þýðir að nú verður faðirinn að standa sig og gerði það með prýði í nótt. Ég er betur sofin en ég hef verið í marga mánuði. Hann að sama skapi illa.

Freigátan er á leikskólanum, eins og hún hafi aldrei gert annað. Það er að komast rútína á þetta. Hún vill alls ekki fara þangað á morgnana og alls ekki koma heim á daginn.

Heimilið er kannske í óvenjumikilli óreiðu nú eftir helgina en þar er um að kenna óvenjumiklu kæruleysi af hálfu Móðurskips þessa helgina. Er búin að dvelja langdvölum úti á Eyjarslóð og stunda tónlistarspuna af hjartans lyst. Verður hluti af dagskrá sem Hugleikur sýnir í listasafni Reykjavíkur... eða Íslands? Allavega því sem er þar sem áður hét hafnarhúsið, um mánaðamótin. Ásamt með einu eða tveimur stuttverkum eftir sjálfa mig, einu í leikstjórn Rannsóknarskips og miklu, miklu fleiru.

Svo fór ég á fantagóða sýningu í gær. Frumsýning hjá Leikfélagi Kópavogs á Skugga-Sveini í leikstjórn og leikgerð Ágústu Skúladóttur. Leiktexti heldur sér nokkuð vel, held ég, fyndið, skerí, viðkvæmt og harmrænt í hárfínu jafnvægi, æðislegt frammistaða leikara í svakalega flottu nýju leikhúsi við Funalind 2. MÆLI MEÐ!!! nánari upplýsingar á kopleik.is.

Engin ummæli: