22.10.08

Orsakir og feitar afleiðingar...

Það er verið að mála sameignina. Þess vegna er vagninn hans Hraðbáts uppi í íbúð. Þess vegna fórum við ekki út að vagna í sólskininu þegar hann varð þreyttur. Ætlaði úr með hann í bumbupoka um hádegisbilið en mundi þá að ég var að bíða eftir ísskápsviðgerðarmanninum. 

(Sem kom og þarf að fá ísskápinn á verkstæði og skipta um pressu í honum. En það kostar þó ekki nema helminginn af formúgunni sem nýr hefði kostað. Bara vonandi að þetta fína ísskápsveður haldist fram á föstudag. Núna er ég að bíða eftir ísskápssjúkrabílnum.)

Var að spekúlera í að skreppa í ræktina á eftir, en mundi þá að það er sundnámskeið hjá Freigátunni um kvöldmatarleytið... ekki víst að ég nenni að gera bæði. 

Kannski ég léttist eitthvað við að afhára á mér lappirnar...

Engin ummæli: