22.10.08

Jólin?

Ég var að vísu að vonast eftir að ísskápsveðrið héldist þangað til ísskápurinn væri kominn í lag. En svo brestur bara á með jólum! Mjólkin fraus á svölunum í nótt og við Freigátan sungum jólalög á leiðinni í leikskólann.

Svo nú erum við Hraðbátur bara heima að jólast og læra. Ynnndislegt.

Ég verð nú samt að fara að vera duglegri að fara í ræktina. Þetta bara gennnnngur ekki. Sérstaklega ekki eftir allt gúmmulaðið sem ég varð að elda í gærkvöldi af því að það var að skemmast af frystileysi.

Og það snjóar og snjóar og snjóar. Gríðarlega fagurt úti.

Engin ummæli: