18.11.08

Eitthvað fallegt

Í morgun bauð ég horgemlingunum mínum að spila jólatónlist. Fékk svar frá Freigátunni: 
- Nei. Frekar Stíga og snúa.

Svo var haldið allsherjardanspartí við tónlistina úr Eplum og eikum sem heppnaðist með þvílíkum ágætum að menn liggja steinsofandi eftir.

Sem þýðir að Móðurskipið getur tekið sér stund í að lesa stikkprufur úr almúganum á veraldarvefnum í frekari undirbúningi fyrir byltinguna sem hún hefur huxað sér að taka alvarlega mikinn þátt í eftir að hafa mætt á borgarafund í gærkvöldi og smitast af lýðræði.

Engin ummæli: