Það er alveg eðlilegt að helmingurinn af ríkistjórn viti ekki hitt eða þetta. Að ekki hafi verið hlustað á aðvaranir frá neinum. Að seðlabankastjóri og útrásarvíkingar hafi verið í einhverju einkastríði sem nú hefur sett þjóðina á hausinn.
Það var "ekkert óeðlilegt" við kerfið eins og það var. Er það nokkuð, Solla?
Enginn sem hruninu olli sér neitt athugavert við neitt sem hann sjálfur eða hans "lið" gerði síðustu 10 árin eða svo.
Sama liðið stýrir landinu og sama liðið á ennþá stórfyrirtækin. Ekkert óeðlilegt við það, er það nokkuð? Samkvæmt stjórnarskránni getur forseti leyst upp þing og boðað til kosninga. Spurning um að fara að hringja í hann. Margir og oft.
Annars eru þetta náttúrulega fávitar. Í staðinn fyrir að fara í varnarstöðu og segja alltaf "ekkert óeðlilegt" og gera alla brjálaða, væri ekki nær að segja: "Við endurskoðum allt kerfið." Og: "Já, boðað verður til kosninga í vor vegna breyttra aðstæðna." Það er bara svo miklu pólitískt gáfulegra og vænlegra til vinsælda í næstu kosningum, hvenær sem þær verða. En dugar sennilega ekki einu sinni til.
4 ummæli:
Og hananú!
kv.
Þórdís
Já þú talar fyrir munn okkar allra sem ekki kunnum að koma hugsunum okkar rétt út úr okkur!
Mundu Dexter á sunnudag. Svona, gefa hjartahlýa fjöldamorðingjanum séns. 21:50.
Scanlon
Gaf Árna reyndar fyrstu seríuna í afmælisgjöf. Svo það er nú líklegt að ég reyni eitthvað við hann.
Skrifa ummæli