4.11.08

Hor

Ojæja. Freigátan send heim af leikskólanum í dag, slöpp og með suð í lungunum.  Tími hefur verið pantaður hjá lækni síðdegis. Við Hraðbátur erum enn rotinpúruleg og hóstandi þó skárri en í gær held ég. Pantaði samt Rannsóknarskip heim úr vinnunni þegar litlu pestargemlingarnir voru orðnir tveir.

Verst að við ætluðum öll að fara og verða sjónvarpsstjörnur í dag, en veðrið er nú þannig að ekki er víst að viðrað hefði til kvikmyndatakna á róló hvort sem er.

En miðað við síðasta vetur er svo sem ágætt að sleppa fram í nóvember án þess að þurfa að fara með neinn til læknis. Þetta kvef verður vonandi bara vonn off.

1 ummæli:

Elísabet Katrín sagði...

Til hamingju með manninn þinn :) bið að heilsa ;) vonandi lagast heilsufarið hratt og örugglega ;)