9.12.08

Nú gerði ég heiðarlega tilraun til að byrja á ritgerðinni minni í kvöld. Búin að lesa fullt. Fá fullt af hugmyndum um hvað ég ætla að skrifa. Ekki málið. Hins vegar er ég eitthvað léleg til skroxins og nenni engan veginn að sitja á vonda eldhússtólnum fyrir framan borðtölvuna. En í henni býr eina wordið á heimilinu. Og af því að ég nenni ekki að komast að því sjálf:

Veit einhver um ókeypis og niðurhalanlegt ritgerðunarforrit fyrir makka?
Það þarf að vera hægt að gera fúttnóts. (Annars myndi ég nota text-edit.)

Vonandi kemur annar duglegur dagur á morgun.

Seríaði annars mjög duglega í dag. Heimilið lítur út eins og Guðjón Sigvalda sé að leikstýra því.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Veit ekki hvort þetta dugir:
http://www.openoffice.org/

Sigga Lára sagði...

Jesss.
Takk Þórdís. Einmitt það sem mig vantaði.