11.12.08

Pestafréttir

Þá er nú endanlega allt í volli. Móðurskip var eitthvað úldið í gærmorgun. Hraðbátur var líka eitthvað horugur svo við lögðum okkur fram að hádegi. En ekki dugði það til, vorum bæði alveg hundslöpp, ég sjálf með brjálaða hálsbólgu og hita. Rannsóknarskip kom síðan handónýtur heim úr skólanum, líka með hálsbólgu og sleppu.

Þeir feðgar fóru til barnalæknis í morgun. Hraðbátur er með eyrnabólgu, enn einu sinni, en nú á að reyna að ráða niðurlögum hennar með náttúrulegum eyrnadropum úr Jurtaapótekinu, nefpústi og verkjastílum. Hann á að mæta aftur á þriðjudaginn og ef hann verður ekki batnaður í eyrunum fær hann eitthvað alveg baneitrað pensillín sem hann fær í magann af.

Ég ætla til læknis á eftir til að athuga hvort ég er með streptókokka. (En það þætti mér GOTT. Þá fengi ég allavega meðal.) En við verðum að jafna okkur á þessu hratt og örugglega. Bæði börnin búin að missa af sundinu sínu í vikunni og ætlunin er að senda allavega einhverja fulltrúa í laufabrauðsgerð til Ingu ömmu um helgina. 

Nú sofa feðgarnir. Mér er illt í hausnum og ætla að fylgja þeirra góða fordæmi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ööö, ertu búin að skíra Árna upp?

,,Árni Friðriksston" [til vinstri]

Er það leið til að vinna á pestinni, hehe?

Siggadis sagði...

Er með gegt ráð - gefðu krökkunum hund eða kött í jólagjöf! Það er greinilega of mikið hreinlæti hjá þér og þú þarft að fara að slaka á með Ajax-brúsann :-)

En í allri alvöru þá hafa mér fróðir menn og lærðir tjáð að ef það er gæludýr á heimilinu þá séu helmings minni líkur á öllum vessum og ónæmum :-)

Ég kvarta ekki, erum með Gullu okkar (þessa fjórfættu) og Gulla okkar (þessi tvífætta) bara einu sinni orðið veik á ævinni...

Hundur eða köttur er líka skemmtileg jólagjöf sem gefur af sér... leeengi :-)