Fór í hið árlega afmæli hjá Ástu í gær. Borðaði sushi og drakk hvítvín. Mér til óbóta og þynnku. Er að reyna að þykjast taka til heima hjá mér. (Og ekkert sérstaklega ofleikið hjá mér eins og sést á árangursleysi) og langar gríðarlega í meira sushi. Er búin að smitast af sush-æðinu. Ágætt í kreppunni. Hafa smekk fyrir mat sem er að mestu leyti hrísgrjón. Snjallir, Japenirnir.
Smábátur í útláni. Rannsóknarskip að horfa á fótbolta.
Af hverju sést ekkert að ég hafi verið að taka til í sólarhring?
1 ummæli:
nú það er augljóst... litlu grænu geimverurnar eru að rusla til um leið og þú snírð þér við...
Skrifa ummæli