Mér finnst svo stórmerkilegt að stjórnarslitin hafi einmitt borið upp á kínverskum nýjársdegi að ég lagðist í smá rannsóknir. Og komst að því að þetta er afskaplega skiljanlegt.
Þann 26. jan. tók sumsé ár uxans við af ári rottunnar. Uxarnir hoppa og trampa og ryðjast, en þeim er ómögulegt að smjúga og fela. Maður veit yfirleitt alveg nákvæmlega hvar maður hefur þá.
Davíð Oddsson er rotta. Var enda alveg í essinu sínu á liðnu ári.
Geir H. Haarde er kanína. Spes. Og svolítið... krípí.
Árni greyið Mathiesen er hundur. Björgvin G. líka. Enda hafa þeir legið einstaklega vel við höggi og eru alveg eins og lamdir hundar eftir þetta alltsaman.
Þorgerður Katrín er snákur.
Björn Bjarnason er api. Eitthvað ferlega rétt við það.
Jóhanna Sigurðar og Ingibjörg Sólrún eru báðar hestar, nema Jóhanna er vatnahestur og Ingibjörg er tréhestur. Steingrímur J. er sauður. Þau eru sem sagt líka öll dýr sem lætur betur að trampa heldur en læðast.
Éld menn ættu að athuga þessi mál vel þegar þeir fara að raða á framboðslistana. Best verður að hafa uxana efsta. Þeir eru fæddir 1973, 1961, 1949 o.s.fr.v. (Og líka í janúar árin á eftir.) Eftir stutta könnun sýnast mér vera fjórir uxar á þingi. Sigurður Kári og Ragnheiður Ríkarðs eru samkvæmt þessu vonarstjörnur sjálfstæðisflokksins, formannskosningar í Framsókn hefðu farið betur nokkrum dögum síðar fyrir hann Höskuld og Ásta Ragnheiður er uxi samfylkingar. VG á engan uxa á þingi en áberandi mikið af sauðum og hestum.
Ég er mjög bjartsýn á uxaríkisstjórnina. Ég held að smá ruðningur sé fínn eftir alla klækinu og undirferlið undanfarin ár.
Þess má geta að þetta ku eiga að vera ömurlegt ár fyrir mig. Tígrisdýr eru frekar tegundin sem læðist og eiga að hafa sig einstaklega hæg á þessu ári. Um næstu kínversku áramót hefst ár tígursins og þá mun minn tími koma!
30.1.09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Ég er uxi. Og geit.
Og ég stíg fast til jarðar.
Kannski ég stofni nýja pólitíska hreyfingu?
Þetta verður allavega árið sem þú átt að velja völl og hasla þér hann.
Ég er það þá væntanlega líka, ég held við ættum að finna okkur góðan völl og bara sparka hann ærlega út! :-)
Haltu áfram, Sigga Lára, segðu mér hvað allir núverandi ráðherrar eru... mér finnst þetta afar áhugaverð stúdía.
Jább. Ég er bara að bíða eftir að heimasíða Alþingis verði uppfærð. ;-)
Skrifa ummæli