Varð hálfpirruð í gækvöldi. Þorgerður Katrín farin að undirbúa stjórnarandstöðu eftir kosningar með því að lýsa því yfir að kosningar myndu lengja kreppuna um 2 ár. Eins og einhver trúi því lengur að kreppan (sem er varla byrjuð) klárist á næsta ári.
Svo gerði Ingibjörg Sólrún heiðarlega tilraun til að búa til einhvern núning á milli höfuðborgar og landsbyggðar í Samfylkingunni. Yndislegt að vakna síðan við það Björgvin G. skriðtæklar þessa hallærislegu (og enn eina) tilraun til þess að búa til klofning og flokkadrætti innan raða mótmælenda.
Svo er hálffyndið að sjá Geir og Ingibjörgu enn í þessum leyndóleik. Ég veit ekkert hvað þau eru eiginlega að tala um. Enda langar mig bara að heyra þau segja eitt. Mér er alveg sama með hvaða fýlu þau reyna að spinna því og spá eldi og brennisteini yfir almenning fyrir að voga sér að sjá vanhæfi þeirra.
Og nú eru pólitíkusar komnir á fullt skrið í kosningabaráttu. En ég held að meirihluta þjóðarinnar sé eiginlega alveg sama. Er að horfa á Silfur Egils og ætla að reyna að læra að skilja hugtakið "stjórnlagaþing" í dag.
Mig langar til þess að einhvern tíma verði manni skítsama um hverjir eru formenn stjórnmálaflokkanna þar sem enginn þeirra fái lengur alræðisvald yfir Íslandi daginn eftir Alþingiskosningar.
25.1.09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Björgvin svo lélegur leikari að það færðist glott yfir hann þegar hann sagðist mæta í prófkjör í vor. Þessi afsögn er svona brella að hætti Davíðs. Rosa snjallt, enginn iðrun, bara brella. Ég þori að veðja að hún muni takast hjá honum. Hann verður kominn á þing
10. maí. Ferskur eins og nýhreinsaður hundur.
Scanlon
Ójá. Og á meiraðsegja talsverða möguleika á að skáka Ingibjörgu sem formaður flokksins á flokksþingi í vor. Þetta var afar sterkur leikur.
Tíðkast nú hin stóru skæri
Hrafnhildur
Skrifa ummæli