Hvernig líður mönnum? Stjórnlausum?
Mér þykir ólíklegt að fastheldni á forsætisráðuneyti sé raunveruleg ástæða stjórnarslita. Ég get ekki af því gert. Mér finnst seðlabankastjóralykt af málinu.
Ég er enn á því að utanflokkastjórn sé besti kosturinn. (Eins og ég útskýrði í þarsíðasta pistli, eða eitthvað.) Skil svosem að Geir þyki hún versti kosturinn. Hvorki hann né kóngurinn ætti þar neina stjórnunarleið hvorki fyrir framan né á bak við tjöldin.
Hvað ætli það sé eiginlega sem enginn má vita?
Ég er svo forvitin að ég finn nefið á mér lengjast. Sennilega eru afglöpin meiri og stærri en við vitum. Og skíturinn því dýpri.
Það verður skemmtilegt þegar Davíð verður dreginn froðufellandi út úr Seðlabankanum. Og byrjar að spúa eitri í allar áttir í undirbúningi fyrir sérframboðið sitt. Ég hlakka til að vita hvað það er sem hann hefur á alla.
En ég hugsa að sérframboð Satans fengi meira fylgi.
26.1.09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli