27.3.09

Eitt og hitt

Þetta er nú ekki alveg eðlilegt. Ég veit ekki hvað það er. Geðlyfin? Annríkið? Eitthvað er allavega þvílíkt að draga úr bloggafköstum. Enda er ég alveg að verða stressuð. Fyrirséð er algjört verkefnaleysi, í alveg fyrirsjáanlegri framtíð, en fram að því er allt geðveikt. Nokkur deddlæn: Lokaverkefninu ætla ég að skila þann 24. apríl, ca. Útvarpsþáttur þyrfti að vera nokkuð tilbúinn viku síðar. Svo er frumsýning hjá Hugleiknum 15. maí. Í Þjóðleikhúsinu. Sem, var ég að átta mig á, þýðir að ég verð væntanlega sýningarstjóri í Þjóðleikhúsinu, eina sýningu. Spes.

Svo, margt sem er alveg hægt að kála sér úr stressi yfir, vilji maður.

En til að byrja með á ég eftir næstu viku hér á Bjartinum og á laugadagskvöld er baunasúpan hjá Hugleiknum. Smábátur er að fara í kristinlega kirkjuferð og spilar svo á tónleikum á sunnudag. Geðveikt stuð um helgina.

Í gær voru foreldrin mín í bænum vegna jarðarfarar móðurbróður míns sem við systkinin mættum öll í. Jarðarförin var alveg dásamleg, í troðfullri Neskirkju, og erfidrykkjan ekki síðri, á Hótel Sögu. Sjaldan sem nánast öll systkini mömmu og öll þeirra slekti eru saman komin. Hittum örugglega hundrað ættingja.

Ókei. Best að reyna að standa sig í því sem eftir er af vinnunni.

Engin ummæli: