24.3.09

Höfuðborgin

Komin til borgar höfuðsins og byrjaði að verða stressuð strax á leiðinni. Sá Rannsóknarskip og -sbróður í mýflugumynd, fleygði Freigátunni á leikskóla og flengdist í "vinnuna". Veit síðan bara ekkert hvað ég á að gera við mig. Né heldur hvað hefur verið um að vera í umheiminum og man fátt og veit færra. Þarf eitthvað að búa mér til skipulag. Þarf að klára lokaverkefnið á næsta mánuði, eða eitthvað, og eitthvað að skipuleggja þennan útvarpsþátt... Man ekki rútínuna, veit ekki neitt... já best að búa til skipulagsskjal og senda nokkra tölvupósta.

Hitti annars Möggu Gutt í fluginu og hún hjálpaði mér með ormana. Var það einstaklega heppilegt þar sem þau voru frekar tjúlluð.

Fékk ekki útlhutun úr leikritunarsjóðnum Prologosi... Andskotans djöfuls fokk. Jæja, skrifa þá bara bókmenntir í sumar á atvinnuleysisbótum. Hef huxað mér að hnussa og frussa yfir því hver fær úthlutað, nema það verði einhver sem ég þekki. Náið. Ætti að reyna að vera duglegri að sækja um styrki og verkefni og eitthvað. Það er bara svo djöfull leiðinlegt. Meira gaman að gera eitthvað annað meðan leikritunarverkefni koma ekki til mín. Eins gott að nóg skráist á námskeiðið sem ég ætla að vera á í Svarfaðardalnum í júní. Annars verð ég geðveik(ari) úr svekkelsi. (Best að gera það samt ekki fyrirfram... þarf að njósna um stöðuna á Bandalaginu við tækifæri.)

Og hvað ætla ég að gera fyrsta morguninn sem ég gæti hugsanlega látið Rannsóknarskip um börnin og sofið lengur en til hálfsjö? Jú, vakna klukkan hálfsjö og fara í jóga.

Engin ummæli: