27.3.09

Þrettándakvöld

er fantagóð og skemmtileg sýning. Ungir og upprennandi leikarar standa sig með prýði og ekki deili ég baun af gagnrýni á framsögn. Eldri leikarar voru einnig fantatraustir, ég hélt þó mest upp á amatörinn Eggert Þorleifsson sem var öðrum feti framar í flestum fyndum þessarar sýningar.

Ég velti aðeins fyrir mér öllu þessu hvíta. Öllum ofurhreina einfaldleikanum. Stílhreinindi hafa verið inn. Ætli það breytist í kreppunni? Eða ekki? Forvitnilegir tímar framundan. Jájá.

Svo var alþjóðlegi leikhúsdagurinn í dag, skal ég segja ykkur.

Engin ummæli: