8.4.09

Ef maður á, til dæmis, brúðkaupsafmæli

(sem er reyndar líka afmælisdagur Geirs H. Haarde) er þá ekki algjörlega ásættanlegt að sofa fram að hádegi og hanga svo yfir áðurséðu 6 & the city í fullkominni alheimsleti og nenna hreint ekki að gera neitt í hreinlætisleysi heimilisins eða megruninni sem hófst í gær?

Nei, ætli þetta sé ekki bara geðveikislega vond afsökun.

Best að reyna að nenna að læra eitthvað.

2 ummæli:

Þórunn Gréta sagði...

Til hamingju með daginn!! Er ekki einhver steinn?? Blágrýtisbrúðkaup? Svo er skírnarafmæli Gyðu, er það ekki?? Hafið það sem allra náðugast.

Siggadis sagði...

Úúúúú - til hamingju með afmælið :-)