15.4.09

Eldhætta?

Líklega er eldhætta í gömlum timburhúsum. Svo sem eins og því við Vatnsstíg 4.
Líklega öngvir brunaútgangar eða svoleiðis.

En hvað hefur skortur á rennandi vatni og rafmagni með eldhættu að gera? Ætti ekki að vera minni eldhætta í húsi sem ekki hefur rafmagn? Og komi upp eldur í gömlu timburhúsi er rennandi vatn nú ekki að fara að bjarga miklu. Eða hvað?

Athugasemdir vegna skorts á reykskynjurum og slökkvitækjum get ég skilið. Hvorugt gengur fyrir vatni eða rafmagni.

Af hverju heyri ég menn þá éta upp, hver eftir öðrum og öðrum:
"Mikil eldhætta er í húsinu þar sem þar er hvorki rennandi vatn né rafmagn."

Missti ég af einhverju í efnafræðinni?

3 ummæli:

Tóró sagði...

Er þetta ekki bara einfaldlega spurning um það að ef þú ert í gömlu timburhúsi á Íslandi að vetrarlagi (a.m.k. er ekki enn kominn sumardagurinn fyrsti) þarf einhvern vegin að hita kofann upp.

Án heits vatns og rafmagns er fátt í boði nema kveikja upp með einhverjum hætti (gas, olía, annað).

Sigga Lára sagði...

Aha! Júríka!
Langur í manni fattarinn þessa dagana.

Tóró sagði...

Ég hef náttúrulega forskot á þig, verandi háskólamenntaður efnafræðingur!