1.6.09

Hvítasunnan og framtíðin

Voða róleg hvítasunna. Þannig. Fórum með bæði litlu börnin á fantaleiðinlega mynd í gær. Gekk vonum framar. Næst verða það Múmínálfarnir. Eða bara leikhús. Jafnvel úti.

Og í dag var brunað í Árbæjarlaugina. Hraðbátur hefur ekki fengið að fara í svoleiðis síðan eyrnabólgufjárinn fór að láta alvarlega á sér kræla. En nú hefur hann haft hægt um sig um nokkurra mánaða skeið svo ákveðið að láta vaða. Eftir smá óöryggi í upphafi var Hraðbáturinn orðinn eins og fiskur í vatni. Aftur. En hann er ekki enn búinn að læra að orga þegar fara á uppúr. Systir hans sér um þá deild. Svikalaust.
Og sumarið er óðum að skipuleggjast. Í vikunni er planið að klára langan lista af reddingum, halda höfundafund um Heljarslóðarorrustuna og allskyns, senda síðan Smábátinn á Norðurlandið á föstudaginn, hvar hann ætlar að vera vinnumaður í sveit í sumar. Síðan ætlum við hin að bruna upp að Húsafelli þar sem við ötlum að vera í sumarbústað með pabba og mömmu eitthvað fram eftir næstu viku.

Svo nú er bara að reyna að muna eftir öllu. Ég fer síðan fljórlega (hugsanlega næstum beint) í Dalinn Svarfaðar, þannig að líklega verð ég eitthvað lítið í grennd við siðmenninguna eftir næstu viku. Fyrr en þá einhvern tíma alveg seinast í júní.
Annars: Hver fer að verða síðastur að sjá Smábátinn og vini hans brillera í afmælissýningu Hugleiks, Ó, þú aftur? á Smíðaverkstæði þjóðleikhússins. Aukasýningar á morgun og hinn (2. og 3.) miðasala hjá miðasölu Þjóðleikhússins, skitinn 1500 kall inn, og koma svo!

1 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Ég mæli með Múmínálfamyndinni, mér fannst hún skemmtileg. Gæti spilað inn í að ég man svo vel eftir því þegar ég las þessa bók sem ég fékk lánaða á bókasafninu hjá Dúrru :-)