1.8.09

Meira fokkíng fokk?

Ég hélt ég væri búin að missa hæfileikann, eins og Indra sagði á fésinu um daginn, til að blöskra eða hneykslast.

En ég hélt að svínaflensan væri að hlaupa með mig í gönur í upphafi fréttatímans á RÚV áðan.

Hvernig væri nú að vér sauðsvartur almúginn, sem ekkert kemur við hvað bankinn okkar gerir við peningana okkar, tækjum okkar hraksmánarlegu sparnaðarupphæðir, sem líklega eru það eina í "eignasafni" bankans sem eru raunverulegir peningar þó reyndar í krónum séu, og flyttum það eitthvert annað og skildum "viðskiptavinina" eftir sem skulda þessa 1500 milljarða eina eftir?

Ég hélt ég væri komin á botninn í blöskrinu en nú held ég að hið "Nýja" Kaupþing verði að lifa án viðskipta minna, nema einhver þróun verði á afstöðu hans til bankaleyndar vs. gagnsæis á allra næstu klukkutímum. Reyndar sé ég um allt internet að menn eru þegar farnir að loka reikningum sínum í Kaupþingi. Ég á bara talsverðan slatta af peningum og góðan þjónustufulltrúa þar svo ég vil kanna vel hvaða aðra möguleika ég hef, áður en ég gríp til aðgerða. Reyndar langar mig mest til að flytja bankaviðskipti mín úr landi, ef það væri nú hægt. Allavega langar mig í nýjan banka. Helst vildi ég að ríkið ætti hann.

Hvenig væri að ríkið leyfði nú þessum gömlu skítabönkum að rúlla bara og stofnaði nýjan?

Alveg skyldi ég samstundis færa öll mín viðskipti í banka Jóhönnu & Steingríms.

Já, og hér eru allar upplýsingarnar sem enginn má sjá.
So, sue me!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ef þú finnur skárri banka til að flytja viðskiptin í þá þætti mér vænt um að fá nafnið.

Berglind Steins sagði...

Ég er líka með hjartslátt yfir sparnaði mínum og er eindregið að hugsa um að kaupa mér ísskáp og íbúð og bíða eigi lengur. Keypti mér sundbol á 12.000 um síðustu helgi og fannst ég dugleg að spreða. Úff, betur má ef út úr Kaupþingi skal.