
Móðurskip hefur fengið ströng fyrirmæli um að fresta öllum hlaupum þar til ast

Freigátan er komin aftur í leikskólann og Hraðbáturinn er svakalega kátur í aðlögun á Sólgarði. Í dag var fjórði dagur aðlögunar og hann var ekkert endilega á því að koma með heim þegar ég sótti hann. Var bara búinn að borða vel, með fisk í hárinu og nennti ekkert að tala við mig þegar ég kom. Meðan hann var að aðlagast fór ég loksins og sótti formlega um doktorsnámið ógurlega. Þarf að redda smá meiri pappírum og undirskriftum á morgun en svo fer þetta fyrir deildarstjórn, einhverntíma seinna í mánuðinum. Stuð. Ég laumaðist líka til að skoða aðstöðu doktorsnema í Gimli. Hlakka óskaplega til að fá skrifborð og hillur þar. ("Skrifstofan" í horninu á dótaherberginu er einhvern veginn... orðin falin undir draslhaug fyrir löngu.)

Smábátinn endurheimtum við á fimmtudag og Rannsóknarskip fer að vinna á mánudag. Smábátur hefur nám í skóla Haganna viku síðar. En áður en nokkuð af þessu gerist þarfnast heimilið talsverðrar yfirhalningar, tiltektar, þrifs og endurskipulagningar. Planið er að henda ótrúlega miklu.
Svo var verið að hlaða inn myndum úr seinnihluta sumarleyfis. Þær eru nú svo ógurlega margar flottar að ég held ég verði að setja góðan slatta inná fésið. Og slatta hér.
2 ummæli:
Orka þín í hreyfingunni er smitandi, fór út að ganga/skokka áðan og er staðráðin að halda áfram til að ná síðustu 5? kg af ;) Takk fyrir!
Ég er hamingjusöm að vera innblástur. Þó ég flissi nú bara yfir fólki sem þarf bara að losna við einhver fimm kíló. ;)
Ég er búin með 5 og á einhver 10 eftir... miðað við upprunaleg plön um að skríða niður fyrir efri mörkin á kjörþyngd.
En svo er það svo merkilegt að eftir því sem kílóum fækkar þá fjölgar þeim sem ég vil losna við. Núna síðast tók ég fésbókarpróf sem sagði mér að mín eðalþyngd væri um 7 og 1/2 kílói minna en það sem ég var að stefna að...
Vandlifað í pæjuheiminum.
Skrifa ummæli