Það verður að blogga þegar er svona flott dagsetning. Skora á alla sem eru óléttir og innan skekkjumarka með fæðingardag að drífa sig nú. Enginn ætti að láta svona kennitölu framhjá sér fara!
Annars er ekkert sérstakt í fréttum. Er búin að fá tímasetningu á gítartímana mína. Þá er að fara að æfa sig. Bara eftir að borga. (Áts.) En þar sem Bjarni Ármanns er að fá 800 milljónirnar sínar niðurfelldar, þá hlýtur nú bara að vera tímaspursmál um hvenær kemur að mér og öllum hinum plebbunum sem eyddi peningunum sínum bara í eitthvað skynsamlegt eins og þak yfir höfuðið.
Er það ekki? Jóhanna?
Annars á ég bæði pott og pönnu og er ekki feimin við að notaða!
Eins oft og þarf áður en einhverju skikki verður komið á málin og einhver af öllum þessum bráðsnjöllu leiðum, sem alveg rignir þessa dagana, verður beitt til að ég þurfi ekki að borga bruðlið í Bjöggunum, Björnunum og öllum bévítans bjálfunum.
Skiljiðiða?
Af heimavígstöðvunum er það annars helst að frétta að Hraðbátur borðar alltaf gríðarlega vel í leikskólanum. Ég óttast að fá aukareikning fyrir fæðinu hans. Systir hans borðar hins vegar ekki neitt, svo það væri þá vonandi hægt að draga af hennar. Nú verður farið í umræðuátak heima fyrir og athugað hvort eitthvað lagast með hana.
Móðurskip hamast við að borða lítið og finnst árangurinn eitthvað lengi að láta sjá sig. Ætlar að hlaupa reglulega langt þegar Rannsóknarskip kemur úr golfi. Er annars farin að eiga eitt og eitt einstaklega úldið kvöld. Líklega haustið og svona. Lagast vonandi bara með fækkandi kílóum og meira hörbi, jóga og gítarnámi sem hvurutveggja hefst í næstu viku.
Já, einmitt. Ég ætlaði að æfa mig...
9.9.09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Já og til hamingju með tengdamóður þína, enn hún á einmitt afmæli þennan fína kennitöludag :)
Allllveg rétt.
Ég læt Árna hringja í hana á eftir. :)
Bíngó um bjöggana og það allt hyski.
Muna: Megrun er vont dót. Upp með ástina á hverjum einasta keppi og þá fyrst fara hlutirnir að gerast ;)
tophest segir blogger.
Skrifa ummæli