Brecht talar um eina aðferð við smíðar pólitískra ádeiluverka fyrir leiksvið sem hann kallar Verfremdung. Útleggst gjarnan á íslensku framandgerving. Það er að segja, það sem er eðlilegt og viðtekið er gert skrítið á leiksviði. Sýnt í öðru ljósi þannig að það er ekki lengur sjálfsagt eða eðlilegt. Brecht notaði þessa aðferð mikið við að deila á stríð og stríðsrekstur.
Í byrjun október gerðist sá merkilegi atburður á Íslandi að samfélagið framandgerðist. Þegar íslenska efnahagsundrið kom út úr skápnum sem íslenska efnahagsklúðrið snerist næstum allt í samfélaginu á haus. Allt sem áður var merki um velsæld og velgengni (og hamingju?) varð táknmynd heimsku og skuldafens (og óhamingju?).
Kannski gerir þessi viðsnúningur ádeiluhöfundum kreppunnar erfitt fyrir?
Já, nú finnst mér gaman.
Það er ljóst að doktorsverkefnið mitt á eftir að koma talsvert við sögu á þessum vettvangi. Þyki mönnum vangaveltur þessar eitthvað áhugaverðar, stay tuned. Ef ekki... ja, þetta er kannski ágætt fyrir svefninn?
En ég verð nú líka að halda áfram að skrifa annað slagið um börnin og buruna.
Fyrir mömmu.
Já, svo á skáldkonan amma mín fyrir Westan afmæli í dag og er 85 ára. Ég ætlaði að fara til hennar í leikferð með Gegnumtrekk í tilefni dagsins, en svo fékk ég bara kvef. Enda þeir Ljótu í Hrísey og ekki til viðtals. Jæjajæja. Geri þetta bara þegar hún verður níræð.
Til hamingju, amma.
3.9.09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli