4.9.09

Nýnemadagar

Þessa dagana er brjálað stuð hér á háskólasvæðinu. Oft tjúlluð tónlist úti um allt og fólk í allskonar uppátækjum og -komum. Éld þetta hljóti að vera einhver góðærisuppáfinding. Ekki man ég eftir neinu svona þegar ég var að byrja hér, á tímum þjóðarsáttar. Og núna er maður bara gamall fartur, og orðinn frekar heimaríkur eftir að hafa mikið hangið hérna í ein 15 ár, og vill ekki sjá svona húmbúkk. Vill bara að fólk fari að hætta þessum fíflalátum og hávaða og fara að læra og hætti að hagna endalaust í röðum allsstaðar þar sem ég þarf að komast að á Háskólatorginu.

Í dag er meira að segja NýnemadagurINNNN! Mælt með að fólk geri kennsluhlé eftir hádegi.
Ætla að láta undan þrýstingi.
Gefa sjálfri mér "kennsluhlé" eftir hádegi og fara í Kringluna.

Engin ummæli: