17.10.09

Að lifa október af. Dagur 17.

Það getur alveg bjargað deginum að heyra góðan kreppufrasa sem útskýrir það sem manni finnst í einni setningu. Sá eina svoleiðis hjá Grími Atlasyni í dag. "Vandinn liggur í fylleríinu, ekki timburmönnunum."

Nákvæmlega.

Góðærið var rugltíminn. Hrunið var bara það sem gerðist þegar rann af mönnum. Svo skiptist þjóðin alveg þvert í þá sem vilja beint aftur á fyllerí (fleiri álver, virkjanir, ja það sem menn kalla einu nafni "framkvæmdir" sem skapa kallastörf og tímabundinn gróða) og þá sem vilja láta sér að kenningu verða (byggja upp sæmilega stöðugt samfélag, huga að umhverfismálum og hætta í rússíbananum.)

Það vantar flokk fyrir hægri græna.

2 ummæli:

Varríus sagði...

Mér fannst dæmisaga Ómars Ragnarssonar í Silfrinu áðan dáldið góð. Um drykkjumanninn sem sagði eitt sinn:

"Nú er brennivínið orðið svo dýrt að ég hef ekki efni á að kaupa mér skó".

Sigga Lára sagði...

Hahaha!

Á eftir að horfa á Silfrið síðan í gær, en þarf greinilega að gera það.

Ómar er hreint ekki eins vitlaus og hann lítur út fyrir, oft. ;)