3.12.09

Jah...

Hvað skal segja? Ekki nenni ég í Æseif. Eru menn ekki alltaf í ruglinu á þessu Alþingi hvortsemer?

Ég hangi yfir verkefnum og ritgerðum þessa dagana. Einu ætla ég að skila á morgun, öðru á mánudaginn, próf á þriðjudaginn og svo ætla ég að skila síðustu ritgerðinni á föstudaginn eftir viku. Svo er ég að hugsa um að skrifa eina ritgerð enn fyrir jól, um orðræðugreiningu, bara svona uppá fönnið.

Peningarnir mínir eru enn í gíslingu. En ég má ekki vera að því að standa í að frelsa þá strax. En umsóknin mín um að komast í viðskipti við sætan sparisjóð fyrir norðan er farin í póst. Svo hugsa ég mér gott til glóðarinnar í framtíðinni að þurfa í Svarfaðardal eða Hrísey einu sinni á ári til að athuga hvort bankinn minn er á sínum stað.

Hraðbáturinn fór í leikskólann í dag, en svo sóttum við hann reyndar snemma. Hann fékk einhvern smá hita og lumbru seinnipartinn. Um kvöldmatarleytið var hann síðan bara alveg í bananastuði svo líklega verður önnur tilraun gerð á morgun. Annars er Ingamma Smábátsins á bakvakt.

Já, svo er ég að (fara að) leikstýra einu örstuttu sem á að verða á Jólavöku Hugleiks sem á að haldast á Eyjarslóðinni... einhverntíma. Ég veit ekki hvað þetta er með desember. Hann rennur alltaf einhvern veginn allur alltaf saman. Ég braut annars blað í sögunni í dag og fjárfesti í fyrstu jólagjöfinni.

Og nú er ég algjörlega að eyða dýrmætum tíma í vitleysu. Krakkar sofandi, Smábátur í útláni, Rannsóknarskip úti í bæ að spila póker... auðvitað ætti maður að vera að gera eitthvað af alveg ferlegu viti.

Einntveirog...!

Engin ummæli: