12.1.10

Skrúðkrimmarnir

Besta afurð þessa annars ágæta áramótaskaups er klárlega nýyrðið skrúðkrimmi. Eftir það sem á undan er gengið þarf nefnilega klárlega nýtt orð yfir hvítflibbaglæpi, sem nær engan veginn yfir það sem gengið hefur á.

Skrúðglæpir:
Siðferðisglæpir gegn samfélaginu sem felast í ójöfnuði af áður óþekktri stærð þar sem óbreyttum launamönnum eru greidd smánarlaun en boðin endalaus neyslulán á (að sögn) gríðarlega góðum kjörum og lán með veði í íbúðarhúsnæði dulbúin sem eigið fé lántakenda.
Banka- og fyrirtækjaeigendur hirða síðan bæði gróðann og vextina og brúka þá til að skrýða sig skrúði í hvívetna. Allt er síðan gert löglegt með skrúðmælgi á Alþingi.

Ef það sem skrúðkrimmarnir gerðu var löglegt þá er greinilega sitthvað bogið við lögin. Ef illa gengur að ná þeim hlýtur að hanka þá á því sem fellti Al Capone. Skattalögunum.

Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða.
Er það ekki?

Það þarf að laga lögin á Skrúðlandi svo við förum ekki beint í næstu bólu-kreppu.

1 ummæli:

Halldór E. Högurður sagði...

Merking orðsins Skrúðkrimmi er einfaldlega sá sem stelur til að safna pjátri, glimmer og dýrum leikföngum. Án efa aumasta tegund þjófa.