Fór á tónleika með Band on stage í gær. Það var hroðalega gaman. Gott stöff. Ármann, Sara og Loftur fluttu ýmis b-hliða lög alveg héðan og þaðan. Og afar vel.
Svo sá ég Ufsagrýlur áðan. Viðeigandi að sjá þær í dag, en í dag er einmitt fyrsti dagurinn á nýju kínversku ári sem ku vera ár tígursins, og það á að vera árið sem við Sjón, sem erum bæði tígrar, eigum að verða ógurlega heppin. Og það er óttalegur Grímufnykur af þessari sýningu, verð ég að segja. Klárlega besta hrunstykkið sem ég hef séð, ennþá, og alveg örugglega mikilvægari upplifun heldur en að lesa "rannsóknarskýrsluna" og alveg örugglega sannferðugri um eftirleik hrunsins.
Mikið svakalega er annars kalt úti!
Ég sem hélt að sumarið væri komin...
14.2.10
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli