21.3.10

Undur?

Freigátan, fjögurra ára, syngur mjög oft lög sem hún semur jafnóðum uppúr sér. Alltaf nokkur á dag. Minnst. Þau eru afar poppkennd og í þeim eru gjarnan langir úúúú kaflar. Svo fjalla þau mest um dauðann. Í dag fór ég með hana til læknis og svo í apótekið og hún söng fyrir mig allan tímann. Ég pantaði lag sem enginn dó í. Þá söng hún aftur sama lagið og hún hafði áður sungið, nema bætti "ekki" við eftir hvert dauðsfall. Svo söng hún fyrir mig lag sem fjallaði um vondu konuna sem át allan grautinn frá björnunum þremur og þeir fengu ekkert að borða og voru svangir.

Hraðbátur stendur betur undir nafngiftinni en nokkurn hefði getað grunað, þegar hann fékk hana. (Sérstaklega er það erfitt að ímynda sér fyrir þá sem þekkja föður hans. ;) En þannig er mál með vexti að um daginn villtist enn ein stafabókin inn á heimilið. Drengur tók gríðarlegu ástfóstri við hana og þekkir nú eina 10 stafi. Nefnir þá hvar sem hann sér þá og spyr endalaust hvað allir stafir sem hann sér, heita. Hann er nýorðinn tveggja ára.

Smábátur stendur hreint ekki neitt undir nafni lengur og er orðinn stærri en ég. Það þarf ekki lengur að reka hann í bað, frekar að passa að hann leysist ekki upp í því. Aukinheldur sem hann eyðir talsvert meiri tími fyrir framan spegilinn á morgnana heldur en ég.

Þessi börn eru öll að þróast með undarlegasta móti.

Við erum öll óstjórnlega fegin því að ætla að ferma undireins eftir viku. Gaman verður nú þegar það verður búið. Litla suðurveislan sem haldin verður að viku liðinni er að verða þaulskipulögð. Eftir einungis tvær vikur ætla ég nú aldeilis að setja tærnar uppí loft.

Þangað til verð ég líklegast hálfgeðbiluð af kvíðaröskun.

1 ummæli:

Árný sagði...

Gaman aððessu :) Pojpoj með veislustandið :)