20.3.10

Jafndægur að vori

Og þá duga öngvar afsakanir lengur. Í dag var tekið létt upphitunarskokk út að Eiðistorgi eða svo, en á morgun skal riiiisastóri hringurinn hlaupinn, og engar refjar. Líkamsþyngd hefir staðið í stað síðan fyrir jól, og lítið hefur verið hlaupið síðan ég teygði eitthvað á kálfanum á mér í fótbolta (!) fyrir nokkrum vikum.

Aukinheldur sem nú standa fyrir dyrum fermingaveislur, ekki færri en tvær, svo vissara er að vera nú sæmilega duglegur að hreyfa sig ef aftur á að komast hreyfing á léttun fyrir sumarið. Sem er planið.

Annars var ég orðin eins og öjmingi um daginn, rétt hrunin niður í vinnunni og svona, og reyndist blóðlaus (ekkert ólétt, samt, sko) og bryð nú járn.

Svo er búið að þrífa hérna allt svo það glansar.

Og þá er það bara að bíða eftir... rannsóknarskýrslunni.

5 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Hvað er risastóri hringurinn þinn langur? Ég er líka að koma mér í gang aftur, var rétt komin í gang aftur eftir jól en svo fór allt á hvolf í kringum þessa San Fransisco ferð. Spurning að hittast einhvern tímann miðja vegu og hlaupa saman, í Laugardalnum eða Öskjuhlíðinni eða eitthvað...

Sigga Lára sagði...

Ég hélt að risastóri hringurinn minn væri 10 km, lengi vel. Svo fór ég nú eitthvað að skoða hann, miðað við 10 km hringinn úr Reykjavíkurmaraþoninu, og hann er nú líklegast eitthvað talsvert meira. Jafnvel nær 15...

Svo er bara rok og leiðindi í dag svo ég veit ekki hvort ég nenni hann. Ætla samt að reyna, seinnipartinn.

Já, það væri allsendis óvitlaust að hlaupa saman. Sérstaklega ef þetta veður ætlar að fara að haga sér. Eftir páska, til dæmis.

Berglind Rós sagði...

Já einmitt, stefnum á það með hækkandi sól. En vá þú ert dugleg, þetta er alvöru hringur! Þú getur mælt vegalengdir á kortinu á já.is

Sigga Lára sagði...

Nei, djöfull laug ég.
Þessi hringur er víst ekki nema rúmir 8, skv. mælingu. Ég held ég þurfi að stækka hann aðeins með vorinu.
:)

Berglind Rós sagði...

Ok mér finnst það samt bara ansi gott!