24.6.10

Fráhvörf

Ég er í tónlistarfráhvörfum. Líka fólks- og ábyrgðarleysisfráhvörfum. Er hreint ekki að ná sambandið við fræðin en fæ bara hugmyndir af einhverju "öðru" til að skrifa, spila og semja. Og er síðan ekki að nenna því. Þyrfti að vera heima hjá mér að gera eitthvað... en er ekki að nenna því og flý í vinnuna. Og nenni síðan ekki að gera neitt þar. Allavega ekkert flókið.

Hvað skal gera þegar heilinn og nennan halda að hann sé kominn í sumarfrí?

Er líka orðin ónæm fyrir öllum fréttum sem fjalla um peninga. Farin að vera eins og fólkið í lokin á Zeitgeist Addendum og er sannfærð um að peningakerfið sé alveg að fara að hrynja inní sig. Hvort sem mönnum líkar betur eða ver. Og hvað verður þá um hinn heilaga eignarrétt? Hann fer til fjandans. Og þar sem okkur hefur aldrei tekist að hafa taumhald á föntum og sækópötum með neinum árangri með einu öðru en fasisma, hvað í veröldinni gerist næst? Ætli Gnarrisminn boði einhver svör? Veriði almennileg hvert við annað og bannað að vera með vesen? Gott væri.

Þessi færsla er úr félagsheimilinu. Hér er eeenginn að huxa neitt af viti.

Keypti mér hlaupabuxur í gær. Þyrftu að vígja þær. Er ekki að nenna því, frekar en öðru.

Best að vera bara með HM.

Engin ummæli: