Það gerðist bara heilmikið af áætlanagerð gærdagsins. Soffía mús ritaðist, á óformlega pantað viðtal á forlagi í næstu viku og fer í skoðun hjá mögulegum myndskreytara í dag.
Og ég keypti mér haug af fötum en ákvað að hárið á mér væri ÆÐI.
Mál málanna í dag er að halda áfram með örstutta útdrætti úr óskrifuðum fyrirlestrum til að flytja á allskonar í útlöndum næsta sumar og síðan byrja á einhverju til að flytja á doktorsnemadegi Hugvísindasviðs í lok þessa mánaðar.
Leiðbeinandinn er með "sjálfa" ritgerðina í yfirhalningu fram á föstudag.
Svo er leiðinlegt að vera svona úldinn, syfjaður og skapvondur í svona fögru haustveðri, og miðri hringiðunni af endalaust spennandi verkefnum.
Sökkar verulega.
En það fer að koma nóvember!
13.10.10
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli