12.10.10

Nokkur ráð við október/apríl

Þetta gengur ekki. Þess vegna er ég komin með plan.

a) Henda peningum í vandamálið.
b) Búa til skemmtilegt verkefni sem gæti jafnvel fjármagnað að henda peningum í vandamálið.

Aðgerð a) felst fyrst og fremst í tvennu.
a1) Háraðgerðir. Klipping og litun. Eitthvað fagurt á rándýrri stofu.
a2) Föt. Ný. Ekki síst vegna þess að ég á varla óslitnar/ómálaðar buxur og meðalaldur fatanna minna eru um 10 ár. Það er sem sagt alveg hægt að færa sterk rök fyrir því hjá fjárlaganefnd að það ÞURFI að fara í þessar aðgerðir.

Aðgerð b) er einnig tvíþætt.
b1) Panta fund með Borgarleikhúsmönnum sem eru með eitt handrit frá mér.
b2) Skrifa barnabók um Soffíu mús.

Því að sjálfsögðu kemur ekki til greina að fá sér "eðlilega vinnu eins og almennilegt fólk. Enda stendur í fréttunum að það sé ekki til svoleiðis í landinu, allir atvinnulausir og grenjandi.

Best að byrja...

Engin ummæli: