Hroðalega fór skoðanaveikin alveg með gærdaginn. Sennilega væri búið að margfalda almenn afköst í þjóðfélaginu ef menn gætu bara hunskast til að fella niður allar skuldir af íbúðarhúsnæði. Sennilega yrðum við enga stund að vinna upp "tapið" af því, þar sem þá gætu allir farið að vinna í vinnunni.
Og hvað er með að ríkið myndi tapa á því? Eiga ekki bankahelvítin þessi lán? Sem afskrifa milljarða og skila hagnaði?
Nei, ég ætla ekki að byrja.
Verð að reyna að gera eitthvað í dag.
Það sem fyrir liggur er að lesa eina bók. Nokkuð vel. Fyrr en ég veit nokkuð nákvæmlega hvað stendur í því merkisrit Postdramatic Theatre eftir Hnas-Ties Lehmann gerist ekkert af viti í minni vinnu.
Anda inn.
Anda út.
Slökkva á Fésbók og fréttamiðlum.
Amen.
6.10.10
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli