7.10.10

Snúið

að reyna að sneyða framhjá pólitíkinni þessa dagana. Það er búið að segja ýmislegt gáfulegt undanfarna daga. Og jafnmargt vitlaust. Og það gengur alveg þvers og kruss á flokkslínur. Ég var til dæmis sammála Bjarna Ben í hádegisfréttunum. Ég held nefnilega að ríkisstjórnin þurfi að fara að ákveða hvort hún er markaðshyggju- ellegar velferðar og ganga svo alla leið í aðrahvora áttina. Alveg sama hvor leiðin er farin, ca. helmingur Íslendinga flýr land. Ekki mikið atvinnuleysi eftir það... En þetta tvístig er ekki að hjálpa neinum, held ég. Annaðhvort verða bankarnir bara að fá að vaða uppi og henda öllum út úr skuldakofunum sínum, eða þá að ríkið verður að hirða þá tilbaka og afskrifa draslið. Annaðhvort að sitja með þennan gjaldeyrisvarasjóð og vona að markaðurinn reddi þessu, eða eyða honum í skuldir, heilbrigðis og menntakerfi og framkvæmdir á vegum ríkisins.

Sjitt hvað er erfitt að halda sig frá bölvaðri tíkinni.

Annars er október kominn. Ég er krónískt syfjuð og löt. Sem þýðir bara eitt. Maður verður að taka í rassgatið á sér og reyna að hunskast út að hlaupa um helgina. Eða kannski bara labba? Þrusa uppá Esju með börn og buru í góðviðrinu á sunnudaginn? Er það deler?

Svo er jafnvel pæling að við frestum Kanadaför um 1 ár, frá 2012 til 2013. Nokkur munur á því? Heimsendir 2012 og sólstormur 2013? Það munar hins vegar milljón hvort Hraðbátur verður enn á dagvistunaraldri eða hvort hann verður orðinn 5 ára sem skilar honum inn í hið ljómandi skólagjaldalausa grunnskólakerfi Kanadamanna. Þá er líka orðinn séns í helvíti að ég verði orðin PhD sem gæti breytt einhverju uppá vesturheimska starfs/náms möguleika mína. (Því guð forði því nú að maður fái sér almennilega vinnu eins og allt eðlilegt fólk.)

Já, svei mér þá ef þetta er ekki bara hugstrump.

Því þrátt fyrir þessa útgjaldaminnkun kostar þetta nú dáldið. Einhverjar millur í skólagjöld fyrir Rannsóknarskipið og gott er að geta haft aðeins rúmt um sig þegar maður er í landi sem maður kann ekki á. Og kannski getum við skrapað saman aðeins meiri péningum á þremur árum en tveim. Tíminn líður nefnilega ansi hreint hratt, á gervihnattaöld.

Var með október í morgun og nennti engan veginn í skólann fyrr en eftir hádegi. Til háborinnar skammar, auðvitað, en nú er kennarinn með nýjasta uppkast að ritgerðarfjáranum og ég þarf „bara“ að vera að lesa og grufla. Þetta tekur allt gríðarlega langan tíma. Svo kemur þetta svona í skrykkjum. Allt í einu fattar maður uppá einhverju sniðugu og skrifar haug. Daginn eftir fattar maður að það er allt í ruglinu og hendir því aftur. Og svona gengur þetta. Enda útskrifast héðan aldrei neinn.

Já, svo er heimaverkefni fyrir leikritunarnámskeið! Hjá Þorvaldi Þorsteins! Sem ég er búin að skrópa í tvo fyrstu tímana af og ætla að ullast til að mæta loksins í á laugardaginn!

Best það gera ÞAÐ!

Engin ummæli: