1.12.10

1. des.

Er komin óendanlega langt á eftir sjálfri mér í lífinu. Lufsaðist í vinnuna í dag og það er eiginlega eins gott að ég meiki að gera alveg einn og hálfan haug.

Af hverju er ekki gert ráð fyrir því í samfélagslegu skipulagi að maður sé stundum veikur? Það þarf einhvern veginn alltaf allt að ganga eins og vél. Hagkvæmin, sjáðu til. Ég held að hagkvæmnin sé mannfjandsamleg. Þess vegna líður flestum ömurlega í þessum hagkvæma heimi þar sem samfélagið á að virka eins og vél. Fólk getur aldrei orðið almennileg tannhjól.

Annars er fyrsti des. Það þýðir að amma mín á afmæli, líka Mæja mammans Aðalbjörns og svo verða einhver skríplalæti á Háskólatorginu í hádeginu sem er einmitt hægt að mæta á ef maður er ennþá of rotinpúrulegur til að nenna í leikfimi. Sem ég er. Það þýðir líka að nú er vika í prófið sem ég er varla byrjuð að læra fyrir og tæp vika í upptöku á útvarpsþættinum sem ég er ekki búin að skrifa. En held að sé kannski búið að manna, samt. Og eftir tvo daga þarf ég að halda einn aðalfund. Bara eins gott að pensillínið fari að kikka almennilega inn, hvað úr hverju.

Svo er víst kominn tími á að gera hinn árlega hvað-þarf-að-gerast-fyrir-jólin listann.
Alltaf sama heimsendatilfinningin sem fylgir þeim ósköpum.

Ég veit ekki með kreppuna.
Mér finnst ennþá, eins og allt mitt líf, vera meiri skortur á tíma heldur en peningum.
Og kaupi alls ekki tíminn sé peningur. Því hann bara... er það ekki.

Engin ummæli: