Jæja. Önnur flensa. Eða aftur sú sama. Pensillín. Ég er búin að vera meira og minna veik síðan 4. nóvember. Og nú held ég að ég sé búin að komast að því hvað er að drepa mig. Það er Reykjavík.
Að mörgu leyti finnst mér algjörlega gott að búa í Reykjavík. Reyndar finnst mér eiginlega alltaf best að vera þar sem ég er hverju sinni. Hér er leikfélagið mitt og háskólinn minn. Og allskonar fólk alltaf að búa til leikhús og tónlist sem maður má síðan allt of sjaldan vera að því að sækja.
En ég held ég sé búin að vera með Egilsstaðaveikina síðan ég kom þangað í haust. Ég var alveg búin að gleyma haustlitunum, hauststillunum og haustfuglasöngnum á héraðinu mínu. Jú, þar þrífst víst líka viðvarandi og landlægt nöldur, einelti og minniháttarkennd... en ég þekki samt fólk sem getur búið þarna og lætur það ekkert á sig fá. Ágætislið þarna inn á milli, alveg hreint.
Svo frestuðum við líka för til Kanada um eitt ár vegna dagvistunar Hraðbáts. Allt í einu voru veturnir sem eftir eru í Reykjavík ekki lengur tveir heldur þrír.
Og síðan er ég búin að vera með hor í hausnum og sleppu.
Og fleiri teikn eru á lofti...
Kannski er ég að lesa of mikið í það.
En kannski er líka verið að reyna að segja mér eitthvað.
30.11.10
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli