Þetta er með ólíkindum. Þessi stúlka (ótrúlega eðlileg á svipinn á þessari mynd, en myndast annars eins og mamma sín) er fimm ára í dag. Það sem er með ólíkindum er að ég er nýkomin með hana heim af fæðingardeildinni. Eftir þrjú svona örskotstímabil verður hún semsagt tvítug.
Hólímólí.
Annars hef ég gleymt að segja fréttir af kílóakeppni hjónanna. Staðan er gríðarlega jöfn og spennandi og við höfum alveg skipst á að hafa forystu. En þegar staðan var tekin í gærkvöldi var ég búin að missa 3 kíló frá áramótum og Rannsóknarskip rúmlega 3 og hálft. (Taka verður með í reikningin að tvö kíló hjá hvoru voru líklega jólakíló, sem runnu af um leið og hangikjötsáti sleppti. Svo þetta "kíló á viku" mynstur er nú líklega ekki að fara að haldast.)
Svo þannig er staðan með það. Annars var önnur sýning á Helgi dauðans í gær. Alveg sæmilega margir í salnum og sýningin gekk ferlega vel. Þetta virðist bara ekkert sökka hjá okkur.
Allir að koma!
28.1.11
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Til hamingju með Skonnortuna. Já og leikritið maður! YMH
Merkilegt alveg, eins og manns eigin börn stækki nú ekki nógu hratt þá stækka annarra manna börn ennþá hraðar! Til hamingju með daginn :)
Já, og svo eldumst við ekki neitt!
Auðvitað er þetta stórfurðulegt.
Þetta er ein af lífsgátunum, börnin eldast en við ekki :)
Til hamingju með'ana!
Hjartans hamingjuóskir í tilefni dagsins... Skvísan bara alveg að verða fullorðin :-/
En annað... Hvað eru maragar sýningar eftir???
Þær eru alveg... 6 eða eitthvað.
Næstu tvær á morgun (sunnudag) og svo föstudag.
Miðapantanir á hugleikur.is
(Þar sem linkurinn er á.)
Skrifa ummæli