31.1.11

Nokkrar staðreyndir um Arles


1. Arles er "lítil" borg í Suður-Frakklandi, ekki svo svakalega langt frá Montpellier.

2. Ég hef samt aldrei komið þangað.

3. Þar er rómverskt "arena" og miðbærinn er eldjökulgamall.

4. Fólkið sem bjó á undan mér í íbúðinni minni í Montpellier, flutti þangað.

5. Þar ku vera góður ljósmyndunarskóli.

6. Í gær sendi ég tölvupóst til Arles. Þar býr nefnilega fólk sem á hús og vill gjarnan komast í íbúðaskipti við fólk sem á hús í Reykjavík, Íslandi, í nokkrar vikur í sumar.

7. Ég veit bara ekki hvort við eigum fyrir farinu...

Engin ummæli: