Það er afar heimskulegt, þegar maður á ekki baun í bala og sérstaklega ekki 10 milljónir eða neitt, að hanga lon og don á fasteignavefnum og vita alltaf hvað er til. Þá kemur fyrir að maður verður illa ástfanginn af húsum. Eitt er að elska úr fjarlægð hús sem maður hefur alls ekki efni á. Það er alveg hægt að lifa ágætu lífi með svoleiðis draumórum. Það er bara svona eins og að langa til Afríku... sem er alveg á hreinu að er ekkert að fara að gerast.
Það er verra með hús sem maður hefur NÆSTUM efni á. Munar ekkert sérstaklega mörgum milljónum. Og svo eru þetta alltaf einhverjar reiknikúnstir. Það versta er að í hruninu hrundi íbúðaverð bara ekki neitt í vesturbæ Reykjavíkur. Svo húsin sem mann langar í eru öll alveg fokdýr.
En... bíddu... íbúðin mín er líka þar. Og búið að taka allt í gegn að utan og svona, síðan ég keypti. Og soldið að innan líka...
Einmitt, svona byrjar það. Svo skoðar maður og skoðar og lætur síðan fasteignasalann selja sér köttinn í sekknum og bankann pranga inná sig einhverju sem maður getur aldrei borgað.
Pufffff.
Fyrsta skrefið er að loka vefglugganum með myndunum af fagra aldamótahúsinu.
Svo er að stilla sig um að leggja lykkju á leið sína til að ganga framhjá því.
En fráhvörfin verða erfið.
Jájá.
17.1.11
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Fagra aldamótahúsinu? Við Bárugötu kannski?
Fagra aldamótahúsið sem ég hef augastað á stendur við Vesturgötu. Og Þórbergur Þórðarson bjó einu sinni í því, er mér sagt...
Ef það verður enn á sölu þegar ég verð búin að safna 10 milljónum?
Þá ætla ég að kaupaða!
Skrifa ummæli