7.3.11

Jæja, krakkar.

Spennandi tímar. Bankar eiga að verða færri og stærri... bankastjórar eiga að hafa ofurlaun... þessar svikamillur Zatans skila milljarðahagnaði... en það er verið að skera niður í mennta- og heilbrigðiskerfi.

Þess ÞARF víst.

Svo ég vitni í Áramótaskaupið 2010, það er eitthvað svoooo rangt við þetta.

Þar sem ekki mátti hækka laun eða ráða fólk í góðærinu (þá kæmi sko verðbólgan) þaðan þarf líka að taka peningana til að borga bankaruglið sem hrundi. Sem er samt ennþá í fullum gangi. Og á sjálfsagt eftir að hrynja aftur, allavega er allt við það sama þarna.

Mig langar til að gera eitthvað.

Það virðist engu máli skipta hverjir eru í ríkisstjórnum eða borgarstjórnum. Auðræðið er með skuldasnöruna um hálsinn á hinu opinbera, alla leið. Og svo virðist þetta fólk bara ekki vera neitt sérstaklega vel gefið. Fjármálaráðherra Steingrímur hélt að hann væri búinn að "endurreisa fjármálakerfið" þegar hann var búinn að endureinkavæða allt draslið, skuldaskolað, út um bakdyrnar. Borgarstjóra Gnarr finnst þægilegra að skera niður í leikskólum og skólum heldur en að segja kröfuhöfum að fokka sér.

Það eru allir í stjórnkerfinu, hvert sem litið er, að hamast við að skera niður hjá almúganum til þess að hlaða undir auðræðið. Pakkið sem setti þjóðina á hausinn en er nú komið aftur í gerfi "kröfuhafa". Innheimtir nú skuldirnar sem það stofnaði sjálft til.

Túnisbúar ætla ekki lengur að láta sig hafa þetta. Heldur ekki Egyptar. Né Líbíumenn, þó það sé að kosta mörg mannslíf. Meira að segja Bandaríkin eru að átta sig, allavega liðið í Wisconsin.

Allar þessar byltingar snúast um það sama. Óréttlæti og misskiptingu.

Hversu lengi ætlum við hér á klakanum að halda áfram að láta taka okkur í félagsheimilin?

Fer þetta ekki að verða ágætt?

2 ummæli:

Siggadis sagði...

Svooooo sammála... og af hverju eru vörubílsjórar ekki BRJALAÐIR og stoppa umferð vegna hækkunar á elsneytisverði? Af hverju er hætt að sýna frá biðröðunum hjá Mæðró? Af hverju er engin lengur að henda rauðri málningu á þessar villur sem forstjórarnir fela sig í? Af hverju sendir ekki bara ríkistjórnin vaselín í fjölpósti til landans svo þetta svíði ekki svona mikið?

Skundum á Austurvöll og strengjum vor heit!

Sigga Lára sagði...

...um leið og hlýnar aðeins. ;)