Jæjah. Mjög hressandi viku útúr samhengi lokið. 10 dagar af einkahúmorskum félagsskap, námi og kjaftæði eru alveg skemmtilegir. En þá er að finna aftur þennan daglega riþma sem kemur hlutunum í verk. Hann er nú aldeilis ekki sjálfgefinn. Sérstaklega ekki þegar hann stendur ekki yfir nema í 2 vikur, og þá verður þrusað í sumarbústað í burtinu. Og fyrir þann tíma þarf bara allur fj... að gerast.
Annars er allt að gerast. Talaði við flórídanskan mann áður en ég fór sem er að safna í bók um íslenskt leikhús í nútímanum. Ef hann skrifar það sem ég vill get ég vonandi notað bókina hans eitthvað, komi hún út á næstu 1 - 2 árum. Næst á dagskrá er að hella sér í þýðingar og byrja á fyrirlestrinum fyrir ráðstefnuna í Japan. Önnur ráðstefna í London í september hefur líka verið staðfest og þá ætlar Rannsóknarskip með mér og úr því ætlum við að gera öldungis leikhúsfyllerí. Aukinheldur var áðurnefndur eiginmaður að fá styrk í Kómeníusarverkefni þannig að hann fer tvisvar til Tyrklands og einu sinni til Rúmeníu (eða öfugt) á næstu 2 árum. Þar að auki er skólinn hans að plana skólaheimsókn í byrjun júní að ári. Þá ætla ég með, ef ég mögulega hef efni á, og stunda almennan gleðskap á meðan þau skólaheimsækja. ferðaplan mitt næstu mánaða lítur þá svona út (alveg fyrir utan ferðir Rannsóknarskips eins síns liðs):
Júlí - Þurranes í Dölum (og mögulega smá Patró) - Eyjafjörður - Egilsstaðir (og smá Borgarfjörður E og örugglega víðar)
Ágúst - Osaka
September - London
Október - Færeyjar
Og svo verður alveg kyrrt um hríð, fyrir utan árlegt jólaflakk, þangað til:
Júní, Montpellier. Og svo líklega mögulega Skólinn sem ég var að koma af.
Og vitiði hvað? Mér finnst ekki einu sinni sérlega skemmtilegt að ferðast!
Geðbilun.
21.6.11
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli