1.9.11

Tölvó

Þegar mikið og brjálað er að gera er um að gera að taka sér frí í heilan dag og hanga heima yfir tölvuviðgerðum. Það er svo gefandi.

Staðan er þannig að fartölvan mín er endanlega dáin. Hefur ekki verið kveikt á henni um hríð, og nú tekur hún alls ekkert við sér. Enda Gyða löngu búin að rífa af henni o-ið og u-ið svo hún ætti að vera löngu farin í varahluti.

Litla Toshiba gerpið sem við keyptum í fyrra er greinilega ekkert að ráða við það sem við viljum láta hana gera og ofhitar á sér, líklega skjákortið, og vill oft ekkert við mann tala. Hún þarf í viðgerð.

Það sem dagurinn fór í var að koma ævagamla turninum okkar í gagnið, aftur. Og það gekk eiginlega alveg furðanlega. Reyndar þurfti að setja upp nýtt vírusvarnar/viðhalds-dæmi og uppfæra öll prógrömm alveg gríðarlega mikið og oft. (Í gærkvöldi installaði greyið 49 uppfærslum, áður en hún fór að sofa.) En ég er nokkuð bjartsýn á árangurinn, bara. Það eina sem hún kvartar yfir er að hún segist ekki hafa nóg vinnsluminni. Svo ég er að spekúlera í að fjárfesta bara í einu svoleiðis og skipta um, eða bæta við, eða hvernig sem þetta virkar. Ætli það sé nokkuð svo hræðilega mikið mál? Jafnvel spurning um að gá hvað voru mörg "RÖM" í fartölvunni sem er dáin? Hún er jú alveg nokkrum árum yngri en sú gamla, í allefall.

Og þrátt fyrir þessar tilfæringar er Rannsóknarskip að hugsa um að fá sér Almennilega fartölvu. Með sæmilega stórum skjá og heilum haug af RÖMum. Verði hægt að laga þetta alltsaman, og bæta einu við, þá verða á heimilinu, að fermingartölvu Smábátsins meðtaldri, 3 PC lapptoppar, 1 turn... auk þess sem ég á náttúrulega Macbook sem ég skil aldrei við mig. Og hana þarf aldrei að laga. Og stýrikerfisuppfærslur kosta skít á priki. Og um leið og ég nenni að bæta fleiri gígabætum í hana, þá ætla ég að kenna henni að keyra Windows (eða að ég fer auðveldu leiðina og hætti í negravinnunni sem krefst þess að ég hafi aðgang að Windows, yfirhöfuð) og þar með hætti ég PC ruglinu alfarið.

Engin ummæli: