23.6.03

Góðir hálsar
Það var ekki að ástæðulausu að ég fór í fýlu fyrsta kvöldið á skólanum. Það kvöld var ég fyrst í gufuna og sat þar og nöldraði við sjálfa mig: "Jájá, strax einn dagur búinn. Ætli maður þekki þetta ekki. Nú verður skólinn búinn áður en maður veit af." Og hvað gerðist? Nú er hann bara búin. Og það sem meira er, ég er ekki að vinna á Bandalaginu eða neitt lengur, bý meira að segja einhvers staðar lengst úti í rassi og bala, er ekki að fara að leika í Draumi á Jónsmessunótt í Elliðaárdalnum, eins og svo margir skólafélagar mínir eru að fara að afeitra sig með eða neitt.
Allt sem gerðist síðan ég bloggaði síðast var gargandi snilld. Á lokadaginn var haldin örleikritahátíð sem hér "Samviskustykki", en við fengum það verkefni að skrifa verk sem höfðu með samvisku eða samviskubit að gera. Ég skrifaði hins vegar um samviskuleysi, stykki sem mér fannst bara ganga vel upp í leikstjórn Júlla Júll. Svo var ég að leika hjá Togga í leikriti eftir Hermann og skemmtum við okkur konunglega við það og þróuðum m.a. mikinn matarsplatter. Við fengum sumsé tvo og hálfan tíma til að æfa og svo var bara sýnt. 11 ný verk litu dagsins ljós og eitt þeirra var sett upp tvisvar. Það var ótrúlegt að sjá þetta.
Annars er hér gargandi blíða, Ásta er í heimsókn hjá mér og ég sé fram á skemmtilega viku þar sem heimili mínu verður endanlega breytt í gistiheimili. Foreldrarnir eru í Skotlandi (að heimsækja mig) og Bára er að fá haug af klikkuðu tónlistarfólki í heimsókn í kringum næstu helgi, en þá er djasshátíð.
Þannig að lífið er ekki búið, það skipti bara aðeins um takt og lit.
Ég vil þakka öllu því dásamlega fólki sem ég var að leika við síðustu viku fyrir samveruna, ef eitthvað af því skyldi villast hér inn.

Engin ummæli: