Jahá. Og það lítur út fyrir að í næstu forsetakosningum fáum við að velja á milli Ástþórs Magnússonar og Snorra Ásmundssonar. Athygliverðir kandídatar til að sitja drottningaveislur fyrir hönd lands og þjóðar. Ég vil helst ekki gera upp á milli. Er ekki hægt að hafa annan sem forseta og hinn sem varaforseta? Ég vildi til dæmis gjarnan vera fluga á vegg þegar Ástþór mætir útataður í svínsblóði í partý í hvíta húsinu til að mótmæla hernaðarstefnu Bandaríkjanna og þegar Snorri biður Betu Englandsdrottningu að gera sig að heiðursfélaga í bresku konungsfjölskyldunni.
Þá fyrst yrði nú stuð að vera Íslendingur!
2.3.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli