5.3.04

Var veik í dag og fór ekki í vinnuna.
En, allt kom fyrir ekki, verkefni elti mig, er búin að sitja yfir þýðingaverkefni dauðans í allan dag með hor og slef. (Græddi reyndar á því nokkra tugþúsund kalla.) Nú er semsagt bara að láta sér batna fyrir sunnudag, en þá er æfing og sýning á Sirkus en það ágæta verk fær misjafnar viðtökur. Það vekur vonandi bara forvitni, Hugleikur er jú blankur sökum húsakaupa.

Var að fatta að ég hef ekki talað við forfeður mína í laaaangan tíma, ætla að nota einangrunina í Hafnarfirði í kvöld til að hringja í mömmu. Unnustinn er að elda handamér hamborgara með ÖLLU. Nammnamm og fitandi.

Engin ummæli: