4.3.04

Jæja.
Þá er ég búin að upplifa hátind lífs míns og get þess vegna dáið hamingjusöm. Aldrei datt mér í hug að ég ætti eftir að upplifa nýjar víddir af hamingju við að hlýða á tvo miðaldra kennara að norðan fremja eitthvað millistig á milli uppistands og tónleika. Það eru greinilega engin takmörk á því hvað er hægt að gera. í tvo klukkutíma var mér komið skemmtilega á óvart ca. þrisvar á mínútu. Ég vissi t.d. ekki að hægt væri að:
- spila sóló með þremur blokkflautum, uppþvottahanska og hárþurrku.
- gera stál og hníf að skemmtilegu lagi með aðstoð Hallbjörn Hjartarsonar
- spila fjórhent á gítar á meðan annar er fyndinn og hinn hræddur
- syngja Guttavísur við lagið af Whiter Shade of Pale

...svo fátt eitt sé nefnt. Dúettinn Hundur í óskilum er eitt það skemmtilegasta sem nokkurn tíma hefur fyrirfundist í heiminum.

Óstöðvandi gleði og hamingja.

Í þessari viku hefði ég þurft að vera gífurlega dugleg að skrifa ritgerð.
En, úps, upp dúkkuðu á mínu heimili fyrstu seríurnar af sjónvarpþáttunum Angel sem ég hef ALDREI horft á. Forgangsröðun fór þess vegna í hundana. En í dag skal gerð heiðarleg tilraun til að koma sér í gáfugírinn.

Engin ummæli: